Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismönnum skellt harkalega í Lengjubikarnum í gær
Jóhann Magni skoraði fyrra mark Reynismanna í gærkvöldi
Miðvikudagur 8. apríl 2015 kl. 14:00

Reynismönnum skellt harkalega í Lengjubikarnum í gær

Liðið á botni riðils síns með 1 stig.

Reynismenn fengu að finna til tevatnsins þegar liðið mætti liði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gærkvöldi og biðu þar stóran ósigur 8-2.

Afturelding, sem spilar í 2. deildinni í sumar, voru ekkert að tvínóna við hlutina og voru búnir að skora 3 mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins gegn engu og létu kné fylgja kviði og höfðu bætt við þremur í viðbót áður en flautað var til hálfleiks. Jóhann Magni Jóhannsson lagaði stöðuna eilítið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og var staðan því 6-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðari hálfleikur var ögn rólegri en Afturelding bætti þar við tveimur mörkum til viðbótar áður en Pétur Jaidee minnkaði muninn í 8-2 áður en leikurinn var allur.

Reynismönnum hefur ekki gengið vel í keppninni og sitja á botni riðilsins með 1 stig eftir 3 leiki, eins og nágrannar þeirra í Víði Garði.

Næsti leikur Reynismanna er á laugardaginn þegar liðið mætir liði Tindastóls á Leiknisvelli í Breiðholtinu.