Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn unnu síðasta leik en falla engu að síður
Barros hér að skora gegn Magna fyrr á tímabilinu. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 18. september 2022 kl. 12:06

Reynismenn unnu síðasta leik en falla engu að síður

Kvöddu deildina með sigri

Reynir Sandgerði hafði betur gegn KFA í gær í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leik var þegar orðið ljóst að Reynismenn myndu falla en þeir kvöddu deildina með 2:0 sigri.

Fyrra mark Reynis kom í lok fyrri hálfleiks og var þar að verki framherjinn feiknarsterki Fufura Barros (43'). Snemma í seinni hálfleik (50') skoraði Elfar Máni Bragason seinni mark Reynis og tryggði sigurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Deildarmeistararnir með sigur

Deildarmeistarar Njarðvíkur sóttu ÍR heim í 2. deild í gær. Eftir að hafa lent undir (19') snerist taflið við í bláleik fyrri hálfleiks þegar fyrirliðinn Marc McAusland jafnaði (44'). Leikmaður ÍR varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma (45'+2) og Njarðvíkingar því skyndilega komnir í forystu. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en gerði Bergþór Ingi Smárason á 71. mínútu, þá nýkominn inn á.

Frábæru tímabili lokið hjá Njarðvík sem vann deildina og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Marc McAusland, fyrirliði Njarðvíkinga, lék alla 22 leiki liðsins í sumar og fékk aðeins frí síðustu tíu mínúturnar í leik gegn Magna þann 14. maí. Hér sendir hann stuðningsmönnum Keflavíkur smá pillu í bikarsigri Njarðvíkinga á Keflavík í átta liða úrslitum Mjókurbikarsins.

Slokknaði á Víðismönnum í lok móts

Víðismenn voru lengi vel í toppbaráttu 3. deildar karla í knattspyrnu en þeir hrösuðu illilega á lokametrunum. Víðir tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og lýkur leik í fjórða sæti deildarinnar. Síðasti leikur Víðis var á útivelli gegn Kára sem vann auðveldan 4:0 sigur.

Víðismenn gátu glaðst framan af tímabili en þeir misstu flugið í síðustu leikjum og enduðu í fjórða sæti.