Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn unnu grannaslaginn
Mánudagur 21. maí 2012 kl. 10:45

Reynismenn unnu grannaslaginn



Reynismenn höfðu góðan 0-2 útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Mikil barátta var í leiknum og voru gestirnir frá Sandgerði heldur hættulegri í fyrri hálfleik og hefðu með smá heppni getað haft 0-3 forystu í hálfleik. Þeir leiddu þó með einu marki í hálfleik en markahrókurinn Grétar Hjartarson skoraði laglegt mark á 16. mínútu. Reynismenn áttu svo tvisvar færi sem höfnuðu í tréverkinu hjá Njarðvíkingum.

Heimamenn voru heldur líflegri í seinni hálfleik og gerðu harða atlögu að marki gestanna án þess að ná að jafna. Seinna mark Reynismanna kom síðan á 92. mínútu þegar Daníel Bendiktssson skoraði eftir að heimamenn höfðu sótt hart að marki Reynis. Nokkuð var um brot og pústra í leiknum og gaf Valgeir Valgeirsson dómari alls 6 gul spjöld og fékk Njarðvíkingurinn Gísli Freyr Ragnarsson m.a. að fjúka út af.



Reynismenn fagna marki Grétars Hjartasonar.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Másson og Jens Elvar Sævarsson fagna marki Reynismanna. Kjartani var vísað af varamannaskýli Reynis vegna mótmæla.

VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson. Efst má sjá mark Grétars.