Reynismenn töpuðu fyrir austan
Reynismenn þurftu að sætta sig við 2-1 tap gegn Fjarðarbyggð á Eskifirði í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.
Staðan var markalaus í leikhlé en heimamenn í Fjarðarbyggð skoruðu tvö mörk seint í leiknum áður en Reynismenn náðu að klóra í bakkann þegar Þorsteinn Þorsteinsson skoraði í blálokin en þar við sat.
Mikil spenna er nú í 2. deildinni og baráttan mikil á toppnum.