Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn steinlágu í Lengjubikarnum
Magnús Þór Magnússon (í miðjunni) skoraði annað mark Njarðvíkinga í gær
Föstudagur 20. mars 2015 kl. 07:48

Reynismenn steinlágu í Lengjubikarnum

Njarðvíkingar töpuðu niður tveggja marka forystu gegn KV

Tvö Suðurnesjalið spiluðu í Lengjubikarnum í gærkvöldi þar sem að Reynir Sandgerði steinlá fyrir ÍR-ingum 4-0 og Njarðvíkingar misstu niður tveggja marka forystu gegn KV og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli.

Sandgerðingar sáu aldrei til sólar gegn ÍR en staðan í hálfleik var 2-0. Ingimar Jenni Ingimarsson kom inná sem varamaður á 46. mínútu en fór snemma í sturtu eftir að hafa fengið að líta beint rautt spjald á 76. mínútu. ÍR-ingar bættu svo við tveimur mörkum á síðustu 10 mínútum leiksins og unnu sannfærandi 4-0 sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta var fyrsti leikur Reynismann í Lengjubikarnum og verma þeir botnsæti riðilsins eftir þessi úrslit.

Njarðvíkingar skoruðu eftir einungis 50 sekúndna leik gegn KV með marki Theódórs Guðna Halldórssonar og var ýjað að því samstundis á twitter síðu Njarðvíkinga að með þessu áframhaldi gæti leikurinn farið 90-0. Þeir draumar rættust þó ekki þótt að Magnús Þór Magnússon hafi komið þeim grænklædduí 2-0 í síðari hálfleik með laglegu skoti. Oft er talað um að þriðja markið í fótboltaleik gefi tóninn um hvernig úrslitin fara og náðu Njarðvíkingar ekki að reka síðasta naglann í líkkistu Vesturbæinga þrátt fyrir nokkur tækifæri. KV kom til baka og jafnaði metin áður en yfir lauk og liðin skiptu með sér stigunum.

Njarðvíkingar eru með 4 stig í 2. sæti riðilsins.