Reynismenn skelltu toppliðinu
Reynismenn unni glæsilegan 3-0 sigur gegn toppliði KV í 2. deild karla í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Sandgerðinga.
Gunnar Wigeleund skoraði strax á þriðju mínútu og kom heimamönnum yfir. KV menn voru töluvert með boltann í fyrri hálfleik en Reynismenn voru hættulegir í sóknaraðgerðum sínum og hefðu hæglega getað bætt við mörkum.
Mörkin komu í seinni hálfleik en það var Magnús Ríkarðsson sem skoraði eftir rúmlega klukkutímaleik og kom Sandgerðingum í 2-0. Jóhann Magni Jóhannsson skoraði svo í uppbótartíma úr vítaspyrnu og gulltryggði sigurinn.
Eftir leikinn eru Sandgerðingar enn við botn deildarinnar en þó þægilega frá fallsætunum, en liðið er í 9. sæti.
	.jpg)
Jóhann Magni skoraði úr vítaspyrnu.
	.jpg)
	.jpg)
Sigurður Gunnar Sævarsson á ferð upp vænginn.
	.jpg)

.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				