Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn sigruðu grannaslaginn
Fimmtudagur 7. apríl 2011 kl. 08:47

Reynismenn sigruðu grannaslaginn

Reynismenn sigruðu granna sína úr Garðinum í gær í miklum markaleik, 4-2 í Lengjubikar karla. Reynir náði 2-0 forystu en Hafsteinn Ingvar Rúnarsson setti tvö mörk fyrir Víðismenn og staðan jöfn 2-2. Þeir Birkir Freyr Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson innsigluðu svo sigur Sandgerðinga í síðari hálfleik.

Reynir 4 – 2 Víðir

Markaskorarar:
1-0 Guðmundur Gísli Gunnarsson
2-0 Birkir Freyr Sigurðsson
2-1 Hafsteinn Ingvar Rúnarsson
2-2 Hafsteinn Ingvar Rúnarsson
3-2 Birkir Freyr Sigurðsson
4-2 Þorsteinn Þorsteinsson

Reynir er eftir sigurinn á toppnum í riðli þrjú með átta stig eftir fjóra leiki en Víðismenn eru með sex stig í þriðja sætinu.

Á myndinni má sjá fremstan í flokki Hafstein Ingvar Rúnarsson sem lék með Reyni í fyrra en hefur nú gengið til liðs við Víði. Hann sett tvö mörk á móti fyrrum félögum sínum í gær en það dugði skammt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024