Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn öruggir upp
Julio Cesar Fernandes skoraði fyrsta mark Reynis. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 3. september 2023 kl. 12:53

Reynismenn öruggir upp

Þrátt fyrir tap í tuttugustu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu bíður Reynismanna öruggt sæti í 2. deild á næsta tímabili. Í Lengjudeild karla tapaði Njarðvík fyrir Leikni Reykjavík og þar blasir við hörkubarátta í síðustu umferðunum fyrir áframhaldandi veru í deildinni. Ægir er fallið en sex önnur lið eru í fallhættu þar sem einungis munar tveimur stigum á Grindavík í því sjötta og Selfossi í því ellefta.

Kári - Reynir 4:3

Reynismenn máttu þola tap Kára á Akranesi en það kom ekki að sök því Kormákur/Hvöt vann sigur á Árbæ sem er í þriðja sæti. Árbæingar geta þá ekki náð Reyni að stigum og sæti Reynis í 2. deild því orðið öruggt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mörk Reynis skoruðu: Julio Cesar Fernandes (3'), Keston George (41') og Kristófer Páll Viðarsson (70').


Ari Steinn skoraði eina mark Víðis.

Ýmir - Víðir 4:1

Víðismenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu neðsta liði deildarinnar í Kórnum fyrir helgi.

Ýmismenn komust í 4:0 en Ari Steinn Guðmundsson skoraði eina mark Víðis í uppbótartíma (90'+7),

Stórtap gerir út um vonir Víðis að fara upp samhliða Reynismönnum í ár en þó er stjarnfræðileg von að Víðir nái að fara upp, þá þyrftu Kormákur/Hvöt og Elliði að tapa báðum sínum leikjum og Víðir að vinna bára sína. Auk þess þarf Víðir að vinna upp tólf marka mun í markatölu sinni og Kormáks/Hvöt.


Hreggviður skoraði sjálfsmarki en bætti fyrir það þegar hann lagði upp mark fyrir Oumar Diouck.

Njarðvík - Leiknir R. 2:4

Njarðvíkingar lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik, fyrra markið var sjálfsmark Hreggviðs Hermannssonar (24') sem reyndi að hreinsa fyrirgjöf frá marki Njarðvíkur en smellti honum þess í stað í netið. Annað mark Leiknis kom úr vítaspyrnu (36') en framkvæmd spyrnunnar hefur kallað fram mikil viðbrögð. Vítaskyttan rann til í atrennunni og lítur út fyrir að spyrna boltanum í hinn fótinn á sér og þaðan í markið. Dómarinn sá hins vegar ekkert athugavert við spyrnuna og staðan því 2:0 fyrir gestina.

Kenneth Hogg minnkarði muninn með góðu skoti tveimur mínútun síðar (38') en Leiknismenn juku forystuna á nýjan leik snemma í seinni hálfleik (49').

Hreggviður bætti fyrir sjálfsmarkið með góðu hlaupi upp í vinstra hornið og lagði svo boltann snyrtilega fyrir Oumar Diouck sem minnkaði muninn í eitt mar (59').

Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en eftir klaufaskap í vörninni skoraði Leiknir fjórða markið (73') og gerði þar með út um vonir Njarðvíkinga að fá eitthvað út úr leiknum. 


Leik Njarðvíkur og Leiknis má sjá í spilaranum hér að neðan.