Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn með stórsigur
Þriðjudagur 7. maí 2013 kl. 10:12

Reynismenn með stórsigur

Lið Reynis Sandgerði sem leikur í 2. deild, burstaði Vatnaliljurnar 11-1 á N1 vellinum í sandgerði sl. laugardag, en leikurinn var þáttur í Borgunarbikarnum. Nýr liðsmaður Reynis, Gunnar Wigelund raðaði inn fjórum mörkum, en þess má geta að Vatnaliljurnar skoruðu m.a. þrjú sjálfsmörk. Miklar breytingar hafa verið gerðar hjá Reyni Sandgerði en meðal annars er mættur til starfa Atli Eðvaldsson sem þjálfar liðið, en auk þess hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fyrir komandi keppnistímabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024