Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn með fjórða sigurinn í röð
Pétur Þór Jaidee skoraði fyrir Reyni í gær.
Laugardagur 20. júlí 2013 kl. 10:57

Reynismenn með fjórða sigurinn í röð

Eftir afar slæma byrjun móts hafa Sandgerðingar heldur betur tekið við sér í 2. deildinni í knattspynu, en liðið hefur nú sigrað fjóra leiki í röð. Sá fjórði kom á útivelli í gær gegn Dalvík/Reyni en lokatölur urðu 0-3 fyrir Reynismenn. Pétur Þór Jaidee kom Sandgerðingum yfir eftir 20 mínútur með glæsilegu marki, en Gunnar Wigelund skoraði stundarfjórðungi síðar. Gunnar var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik. Eftir sigurinn eru lærisveinar Atla Eðvaldssonar í 7. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024