Reynismenn lágu á heimavelli
Reynir beið ósigur á heimavelli á laugardaginn gegn liði Völsungs þegar liðin áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu. Suðaustan rok og súld gerði bæði leikmönnum og áhorfendum lífið leitt.
Gestirnir frá Húsavík byrjuðu leikinn af krafti gegn sterkum vindinum og skoruðu fyrsta markið á upphafsmínútum leiksins. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja, heimamenn með vindinn í bakið en náðu ekki að nýta sér hann og áttu fá góð tækifæri.
Það var svo á lokamínútum fyrri hálfleiks að Reynismenn náðu að jafna með marki Jóhanns Magna Jóhannsonar. Staðan var því jöfn í hálfleik, 1-1.
Reynismenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu á köflum góðum sóknum. Undir lokin voru það samt gestirnir sem náðu að skora mark og tryggja sér sigur.
Reynir er nú í 6. sæti deildarinnar með 28 stig.
Mynd úr safni.