Fimmtudagur 7. júní 2012 kl. 09:47
Reynismenn í 16 liða úrslit bikarsins
Sandgerðingar gerðu góða ferð norður til Dalvíkur í gær þegar þeir báru sigurorð af Dalvík/Reyni í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Lokatölur urðu 1-3
Sandgerðingum í vil. Mörk Reynismanna skoruðu þeir Guðmundur Gísli Gunnarsson, Jens Elvar Sævarsson og Michael Jónsson.