Reynismenn bæta við sig
Reynismenn hafa fengið á láni til sín þrjá danska knattspyrnumenn til aðstoðar við félagið sem situr nú á botni 1. deildar karla. Komist hefur á samkomulag millum Reynis og danska liðsins Viby IF um lánið á leikmönnunum sem eru eftirfarandi:
Martin Bach Kristensen, 23 ára (1984) framliggjandi miðjumaður.
Rasmus Kruger, 26 ára (1981) miðjumaður.
Jacob Serwin, 25 ára (1982) varnarmaður.
Auk þess má geta að Darko Milojkovic er lentur á landinu og verður væntanlega í hópnum gegn Þór á morgun.
Stjórn KSD Reynis er svo að vinna í því hörðum höndum að styrkja hópinn enn frekar, nánari fréttir af því um leið og þær berast.
www.reynir.is
VF-mynd/ Jón Örvar Arason - Frá leik Reynis og ÍBV fyrir skemmstu.