Reynismenn á markaskónum – skoruðu fjögur í 3:1 sigri
Reynir tók á móti Hetti/Huginn á BLUE-vellinum í gær í 3. deild karla og þar kom nýjasti liðsmaður Reynis við sögu. Magnús Sverri Þorsteinsson gekk frá félagaskiptum í Reyni á lokadegi félagaskiptagluggans og hann kom þeim yfir á 10. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Fimm mínútum síðar bætti Magnús öðru marki við, nú úr aukaspyrnu. Staðan 2:0 fyrir Reyni í hálfleik. Magnús Magnússon bætti þriðja marki Reynismanna við á 76. mínútu en undir lok leiksins (87’) minnkaði Birkir Freyr Sigurðsson muninn með marki í eigið net.
Úrslitin 3:1 fyrir Reyni sem er á toppi 3. deildarinnar. Gaman að sjá Magnús Sverri Þorsteinsson aftur á takkaskónum en Magnús lék síðast með Keflavík í Inkasso-deildinni árið 2016.
Sjáið myndasafn úr leiknum hér að neðan.