Reynir/Víðir á KB banka móti
Reynir/Víðir gerði á dögunum góða ferð í Borgarnes á KB banka mótið sem haldið er ár hvert. Alls sendi Reynir/Víðir átta lið í fjórum flokkum til þátttöku í mótinu. Varð 6. flokkur félagsins í fyrsta sæti í A-riðli. Reynir/Víðir sendi eingöngu drengjalið í mótið að þessu sinni.
7. flokkur A-liða fagnaði sigri í mótinu í sínum aldurshóp en annars varð hlutskipti Reynis/Víðis eftirfarandi:
7. flokkur C-liða hafnaði í 2. sæti.
5. flokkur A-liða hafnaði í 3. sæti
5. flokkur B- liða (B1) hafnaði í 2. sæti.
4. flokkur A-liða hafnaði í 2. sæti á markahlutfalli.
Samstarf Reynis/Víðis hefur skilað frábærum árangri síðastliðið ár og er félagið nú einnig komið í samstarf við Grindavík en yngri flokkar þessara félaga leika saman í kvennaknattspyrnu. GRV er heitið á félaginu sem teflir stúlkunum fram en þær munu keppa á Símamótinu í Kópavogi um miðjan júlí. GRV mun senda stúlknalið á Símamótið í 7., 6., 5., og 4. flokki kvenna.
VF-myndir/ Þráinn Maríusson
7. flokkur A-liða fagnaði sigri í mótinu í sínum aldurshóp en annars varð hlutskipti Reynis/Víðis eftirfarandi:
7. flokkur C-liða hafnaði í 2. sæti.
5. flokkur A-liða hafnaði í 3. sæti
5. flokkur B- liða (B1) hafnaði í 2. sæti.
4. flokkur A-liða hafnaði í 2. sæti á markahlutfalli.
Samstarf Reynis/Víðis hefur skilað frábærum árangri síðastliðið ár og er félagið nú einnig komið í samstarf við Grindavík en yngri flokkar þessara félaga leika saman í kvennaknattspyrnu. GRV er heitið á félaginu sem teflir stúlkunum fram en þær munu keppa á Símamótinu í Kópavogi um miðjan júlí. GRV mun senda stúlknalið á Símamótið í 7., 6., 5., og 4. flokki kvenna.
VF-myndir/ Þráinn Maríusson