Reynir tryggði sigurinn í Vogum
Þróttarar kræktu í þrjú dýrmæt stig í 4. deildinni í knattspyrnu á heimavelli sínum í gær. Vogamenn unnu 3-2 sigur á liði Árborgar en sigurmarkið kom undir lokin.
Jónas Bersteinsson kom Þrótturum yfir í lok fyrri hálfleiks. Árborgarmenn jöfnuðu eftir klukkutíma leik en Páll Guðmundsson svaraði jafnharðan fyrir Vogamenn. 2-1 staðan fyrir heimamenn. Aftur jöfnuðu gestirnir skömmu síðar en það var svo markamaskínan Reynir Þór Valsson sem tryggði stigin þrjú fyrir Þróttara.
Eitthvað eru Þróttarar að færast frá toppsætinu en þeir sitja í því þriðja með 20 stig, á meðan KFG hefur 26 á toppnum.