Reynir þarf stuðning áhorfenda
Knattspyrnufélagið Reynir þarf á stuðningi að halda í fallbaráttunni í 2.deild. Reynir spilar heimaleik gegn Hvöt sunnudaginn 14. september kl. 14:00 á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.
Sigur gegn Hvöt getur tryggt sæti liðsins í deildinni. Frítt er á völlinn í boði Útgerðarfélagsins Einhamar í Grindavík. Stuðningmenn Reynis og aðrir knattspyrnuunnendur eru hvattir til að nýta sér það kostaboð og fjölmenna á völlinn.
„Reynismenn/konur/börn, háir sem lágir fjölmennum á síðasta heimaleik sumarsins og veitum strákunum nauðsynlegan stuðning á lokametrum tímabilsins,“ segir á heimasíðu Reynis.
Dómari leiksins á sunnudaginn kemur frá HK og heitir Frosti Viðar Gunnarsson. Honum til aðstoðar verða aðstoðardómararnir Ægir Magnússon og Kári Oddgeirsson. Eftirlitsmaður KSÍ á leiknum verður Ragnar Örn Pétursson.