Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir spáð 3. sæti og Víði því 8.
Víðismönnum er spáð 8. sætinu í 3. deild í sumar
Föstudagur 15. maí 2015 kl. 16:54

Reynir spáð 3. sæti og Víði því 8.

Keppni í 3. deild karla hefst á morgunn

Keppni í 3. deild karla fer af stað á morgunn og hefur vefurinn fótbolti.net lagt fram sína spá fyrir komandi tímabil.

Reynismönnum er spáð nokkuð góðu gengi og ættu að vera í baráttunni um sæti í 2. deild ef eitthvað er að marka spánna. Reynismönnum er spáð 3. sætinu á eftir Völsungi frá Húsavík og Kára frá Akranesi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðismönnum er aftur á móti ekki spáð jafn farsælu sumri og ættu að enda í 8. sæti að mati spámanna fótbolta.net og því að rétt sleppa við fall í 4. deild. KFS og KFR ættu að hafna í tveimur neðstu sætunum samkvæmt spánni.

Það verður spennandi sumar framundan í 3. deildinni þar sem að einungis munaði nokkrum stigum á því að liðin yrðu alls þrjú frá Suðurnesjum í deildinnni en Njarðvíkingar björguðu sér fyrir horn og leika í 2. deild eins og í fyrra. Það má aftur á móti reikna með alvöru nágrannaslögum þegar Reynir og Víðir leiða saman hesta sína í deildinni í sumar.

Reynismenn taka á móti Völsungi og Víðir heimsækir Kára heim á Akranes á morgunn. Báðir leikir hefjast kl. 14.