Reynir sótti stig til Húsavíkur
Reynir er í 7. sæti 2. deildar karla eftir jafntefli gegn Völsungi í gær.
Reynismenn komu til leiks með mikið breytt lið vegna meiðsla, leikbanna og annars en þeir lentu undir snemma leiks.
Á 16. mínútu var víti dæmt á Helga Má Helgason og skoraði Bjarki Baldvinsson örugglega úr vítinu.
Reynismenn voru ekki lengi að koma sér aftur inn í leikinn en Jóhann Magni Jóhannsson prjónaði sig inn í vítateig og smellti knettinum í nærhornið.
Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki þó bæði lið hafi fengið ágætisfæri og leikurinn þótti skemmtilegur áhorfs.