Reynir sigrar BÍ
Reynismenn máttu hafa fyrir sigrinum á baráttuglöðum Ísfirðingum á mánudagskvöldið. Nánast var um miðnæturleik að ræða þar sem hann hófst ekki fyrr en kl. 21:00 vegna tafa sem urðu á flugi Vestfirðinganna.Reynir byrjaði leikinn af krafti og átti nokkrar ágætar sóknir á fyrstu fimm mínútunum. Eftir það róaðist leikurinn, heimamenn voru meira með boltann en voru lítið ógnandi fram á við. Á 32. mínútu varð klaufalegur misskilningur milli varnarmanna Reynis til þess að Pétur Markan komst einn inn fyrir og kom BÍ yfir. Markið vakti þó ekki heimamenn og þeir fundu ekki leiðina að marki Ísfirðinganna fyrr en ein mínúta lifði af fyrri hálfleiknum. Þá átti Sverrir Þór Sverrisson glæsilega 40 metra sendingu á Hafsteinn R. Helgason sem tók boltann á lofti fyrir utan vítateig og negldi honum í mark BÍ, óverjandi fyrir Pétur Sigurðsson markvörð. Örugglega með glæsilegri mörkum sem hefur verið skorað á Sandgerðisvelli.
Hálfleiksræðan hjá Gunnari Oddssyni hefur haft áhrif því Reynismenn komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Sóknarþungi þeirra skilaði loks árangir á 58. mínútu þegar Vilhjálmur Skúlason náði að brjótast upp vinstri kantinn og senda fyrir á Guðmund G. Gunnarsson sem afgreiddi boltann í netið, 2-1. Nokkur harka færðist í leikinn eftir þetta var mikið barist um allan völl og var Ísfirðingurinn Srdan Skoric heppinn að vera ekki rekinn útaf fyrir að ljóta tæklingu. Fimm mínútum fyrir leikslok hefði Björn I. Björnsson getað gulltryggt Reyni sigurinn þegar hann fékk besta færi leiksins, en hann skallaði knöttinn rétt fram hjá. Stuttu síðar voru Ísfirðingar nærri búnir að jafna þegar Eyþór Örn Haraldsson, markvörður Reynis, missti knöttinn eftir samstuð við einn leikmann BÍ en náði honum aftur á marklínunni. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Reynismanna í miklum baráttuleik. Næsti leikur Reynis er í Hveragerði n.k. fimmtudag er þeir sækja Hamar heim.
Hálfleiksræðan hjá Gunnari Oddssyni hefur haft áhrif því Reynismenn komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Sóknarþungi þeirra skilaði loks árangir á 58. mínútu þegar Vilhjálmur Skúlason náði að brjótast upp vinstri kantinn og senda fyrir á Guðmund G. Gunnarsson sem afgreiddi boltann í netið, 2-1. Nokkur harka færðist í leikinn eftir þetta var mikið barist um allan völl og var Ísfirðingurinn Srdan Skoric heppinn að vera ekki rekinn útaf fyrir að ljóta tæklingu. Fimm mínútum fyrir leikslok hefði Björn I. Björnsson getað gulltryggt Reyni sigurinn þegar hann fékk besta færi leiksins, en hann skallaði knöttinn rétt fram hjá. Stuttu síðar voru Ísfirðingar nærri búnir að jafna þegar Eyþór Örn Haraldsson, markvörður Reynis, missti knöttinn eftir samstuð við einn leikmann BÍ en náði honum aftur á marklínunni. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Reynismanna í miklum baráttuleik. Næsti leikur Reynis er í Hveragerði n.k. fimmtudag er þeir sækja Hamar heim.