Reynir sendi Leikni í slátrun
Reynir gjörsigraði Frey, 8-0, á Sandgerðisvelli í gær í B-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. Eins og tölurnar gefa til kynna var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi heldur einungis hve mikil niðurlæging gestanna yrði. Með sigrinu tryggðu Reynismenn sér sæti í úrslitakeppni um sæti í 2. deild.Reynir er með 29 stig að loknum 11 umferðum.