Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir Sandgerði sigraði Fram í körfubolta
Mánudagur 17. janúar 2011 kl. 10:42

Reynir Sandgerði sigraði Fram í körfubolta

Reynir Sandgerði vann sinn áttunda leik í 2. deildinni er liðið mætti Fram á föstudaginn. Þetta var í sjötta sinn sem liðin hafa gegn hvor öðru en árangurinn er sá að hvort lið hefur unnið sitt hvora þrjá leikina. Eftirminnilegasti leikur liðanna fór fram í janúar fyrir 26 árum þar sem Reynir fór með sigur af hólmi og gerði það aftur núna. Loka tölur urðu í þetta skiptið 87-66.

Leikurinn var hörkuspennandi nánast allan leikinn þó að Reynismenn hafi haft frumkvæðið allan leikinn ef undanskildar eru fyrstu tvær mínúturnar. Fyrsti fjórðungur var frekar jafn en góðar lokamínútur með síðustu 8 stigum fjórðungsins komu Reynismönnum í ágætis stöðu 30-19. Annar fjórðungur var nánast alveg eins og endaði fyrri hálfleikur 52-34.

Seinni hálfleikur spilaðist vel fyrir Reynismenn og þó að Framarar reyndu eins og þeir gátu þá réðu þeir ekki við Pál Kristinsson sem setti fimm þrista í seinni hálfleik og sá til þess að Fram átti aldrei möguleika.

Stigahæstir í liði Reynis voru Páll Kristinsson með 27 stig, Hlynur Jónsson með 17 stig og 8 fráköst, Elvar Sigurjónsson með 15 stig og 17 fráköst og Rúnar Pálsson og Hinrik Óskarsson báðir með 8 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024