Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir Sandgerði með sigur í Mjólkurbikarnum
Mynd: Reynir Sandgerði.
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 09:14

Reynir Sandgerði með sigur í Mjólkurbikarnum

Reynir Sandgerði mætti Berserkjum í gærkvöldi í Bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum og sigraði liðið 1-5.

Markaskorarar leiksins voru, Strahinja Pajic, með tvö mörk, Guðmundur Gísli Gunnarsson, Óðinn Jóhannsson og Max Grammel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Liðið lék með sorgarbönd til minningar um heiðursfélaga Reynisfélagsins, Marel Andrésson, sem lést síðastliðinn þriðjudag. Malli var gegnheill og harður Reynismaður sem verður sárt saknað og sigur kvöldsins er að sjálfsögðu tileinkaður minningu hans.“ Segir í færslu á Facebook síðu knattspyrnufélags Reynis.