Reynir Sandgerði fór upp

Reyn­ir Sand­gerði tryggði sér í gærkvöld sæti í 3. deild karla í knatt­spyrnu á næstu leiktíð.
 
Reyn­ir og Kórdreng­ir skildu jöfn, 0:0, í síðari leik liðanna í undanúr­slit­um 4. deild­ar­inn­ar en Reyn­is­menn höfðu áður unnið 2:0 sig­ur á heima­velli. Kórdreng­ir léku manni færri í 45 mín­út­ur eft­ir að Vikt­ori Unn­ari Ill­uga­syni var vikið af velli og Kórdrengir klúðruðu víta­spyrnu eft­ir klukku­tíma­leik er Rúnar Gissurarson markvörður Reynismanna varði spyrnuna. 
 
Fjölmargir Sandgerðir fylgdu liðinu og voru í kringum 500 manns á leiknum.