Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Reynir og Víðir töpuðu sínum leikjum
Kristófer Páll Viðarsson, markahæsti leikmaður 3. deildar, kom aftur inn í lið Reynis eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. ágúst 2023 kl. 08:00

Reynir og Víðir töpuðu sínum leikjum

Bæði Suðurnesjaliðin, Reynir og Víðir, töpuðu sínum leikjum í sextándu umferð 3. deildar karla knattspyrnu. Reynismenn eru áfram í efsta sæti en Kormákur/Hvöt getur jafnað þá að stigum með sigri á Hvíta riddaranum síðar í dag. Víðir tapaði öðrum leiknum í röð í gær fyrir Árbæ sem komst einu stigi upp fyrir Víðismenn fyrir vikið, Víðir er í fjórða sæti sem stendur.

Elliði - Reynir 2:1

Elliðamenn náðu forystu á 60. mínútu en Kristófer Páll Viðarsson jafnaði fyrir Reyni með marki úr vítaspyrnu (72'). Heimamenn tóku svo öll stigin með marki skömmu fyrir leikslok (85').

Ari Steinn Guðmundsson skoraði einnig í góðum sigri Víðis á 2. deildarliði Völsungs í Fótbolti.net-bikarnum.

Víðir - Árbær 2:4

Gestirnir komust yfir í upphafi leiks (3') en Ari Steinn Guðmundsson jafnaði leikinn áður en blásið var til hálfleiks (38'). Árbæingar náðu hins vegar forystunni undir lok fyrri hálfleiks (44') og leiddu 2:1 þegar sá seinni fór af stað.

Árbær skoraði tvívegis (52' og 70') í seinni hálfleik en Helgi Þór Jónsson minnkaði muninn á 89. mínútu. Lengra komust Víðismenn ekki og Árbæingar fóru upp fyrir þá í þriðja sætið.