Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reynir og Víðir töpuðu sínum leikjum
Kristófer Páll Viðarsson, markahæsti leikmaður 3. deildar, kom aftur inn í lið Reynis eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. ágúst 2023 kl. 08:00

Reynir og Víðir töpuðu sínum leikjum

Bæði Suðurnesjaliðin, Reynir og Víðir, töpuðu sínum leikjum í sextándu umferð 3. deildar karla knattspyrnu. Reynismenn eru áfram í efsta sæti en Kormákur/Hvöt getur jafnað þá að stigum með sigri á Hvíta riddaranum síðar í dag. Víðir tapaði öðrum leiknum í röð í gær fyrir Árbæ sem komst einu stigi upp fyrir Víðismenn fyrir vikið, Víðir er í fjórða sæti sem stendur.

Elliði - Reynir 2:1

Elliðamenn náðu forystu á 60. mínútu en Kristófer Páll Viðarsson jafnaði fyrir Reyni með marki úr vítaspyrnu (72'). Heimamenn tóku svo öll stigin með marki skömmu fyrir leikslok (85').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Ari Steinn Guðmundsson skoraði einnig í góðum sigri Víðis á 2. deildarliði Völsungs í Fótbolti.net-bikarnum.

Víðir - Árbær 2:4

Gestirnir komust yfir í upphafi leiks (3') en Ari Steinn Guðmundsson jafnaði leikinn áður en blásið var til hálfleiks (38'). Árbæingar náðu hins vegar forystunni undir lok fyrri hálfleiks (44') og leiddu 2:1 þegar sá seinni fór af stað.

Árbær skoraði tvívegis (52' og 70') í seinni hálfleik en Helgi Þór Jónsson minnkaði muninn á 89. mínútu. Lengra komust Víðismenn ekki og Árbæingar fóru upp fyrir þá í þriðja sætið.