Reynir og Víðir klára riðlakeppni 3. deildar á toppnum
Reynir vann Árborg á útivelli, 0-3, 3. deild karla í dag og lauk þar með riðlakeppninni í efsta sæti B-riðils. Mörk Reynis skoruðu þeir Hafsteinn Rúnar Helgason, Adolf Sveinsson og Guðmundur Gísli Gunnarsson. Staðan í hálfleik var 0-1.
Þá vannVíðir úr Garði vann stórsigur á Núma á útivelli í gær, 0-6, og luku keppni í A-riðli á toppnum, ósigraðir.
Úrslitakepopnin hefst um næstu helgi og leika bæði liðin sinn fyrri leik á útivelli á laugardaginn kemur, Víðir gegn Sindra og Reynir gegn Hvöt.
Mynd úr safni/Jón Örvar: Reynismenn fagna gegn KFS í síðustu umferð