Reynir mætir KR í kvöld
KR og Reynir í Sandgerði leika vináttuleik á Sandgerðisvelli í kvöld. Leikurinn er til minningar um Magnús Þórðarson, íþróttafrömuð í Sandgerði og hefst klukkan 19.
KR-ingar hafa fimm sinnum áður leikið við Reyni af þessu tilefni. Í leikjunum hafa margir ungir leikmenn hafa fengið sitt fyrsta tækifæri með meistaraflokki. Leikurinn árið 1986 var t.d. frumraun Magnúsar Gylfasonar, Þormóðs Egilssonar og Sigursteins Gíslasonar með flokknum.
Vonir standa til að Sandgerðingurinn Grétar Ólafur Hjartarson leiki með KR. Grétar lék með Reyni fram til ársins 1997 og hefur hann enn ekki leikið gegn sínu gamla félagi.
Þjálfari Reynis er Keflvíkingurinn Gunnar Oddsson en hann lék 121 leik með KR á árunum 1988 til 1992. Meðal leikja Gunnars fyrir KR eru minningarleikirnir gegn Reyni árin 1991 og 1992.
Af vef KR
KR-ingar hafa fimm sinnum áður leikið við Reyni af þessu tilefni. Í leikjunum hafa margir ungir leikmenn hafa fengið sitt fyrsta tækifæri með meistaraflokki. Leikurinn árið 1986 var t.d. frumraun Magnúsar Gylfasonar, Þormóðs Egilssonar og Sigursteins Gíslasonar með flokknum.
Vonir standa til að Sandgerðingurinn Grétar Ólafur Hjartarson leiki með KR. Grétar lék með Reyni fram til ársins 1997 og hefur hann enn ekki leikið gegn sínu gamla félagi.
Þjálfari Reynis er Keflvíkingurinn Gunnar Oddsson en hann lék 121 leik með KR á árunum 1988 til 1992. Meðal leikja Gunnars fyrir KR eru minningarleikirnir gegn Reyni árin 1991 og 1992.
Af vef KR