Reynir lagði Fylki í æfingaleik
Reynir Sandgerði lagði Fylki í æfingaleik liðanna í knattspyrnu í gærkvöldi 4-0. Jóhann Magni Jóhannsson skoraði tvívegis fyrir Sandgerðinga. Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum í Árbænum í Reykjavík.
Lið Fylkis var mikið til skipað leikmönnum annars flokks félagsins en Bryngeir Torfason sem tók við þjálfun Reynis í haust var þjálfari 2. flokks Fylkis á síðustu leiktíð og þekkti andstæðingana því vel.
Fylkir 0-4 Reynir Sandgerði:
0-1 Jóhann Magni Jóhannsson
0-2 Jóhann Magni Jóhannsson
0-3 Eyjólfur Páll Víðisson
0-4 Stefán Örn Arnarson
Heimild: www.fotbolti.net
VF-Mynd/ Jón Örvar Arason - Frá leik Reynis og ÍBV í 1. deild á síðustu leiktíð.