Reynir lá heima
Reynir Sandgerði mátti þola 3-0 ósigur á Sparisjóðsvellinum í gærkvöldi þegar Fjarðabyggð kom í heimsókn í 1. deild karla í knattspyrnu. Eftir leik gærkvöldsins eru Sandgerðingar í 10. sæti deildarinnar með 4 stig.
Andri Bergmann Þórhallsson kom gestunum að Austan í 1-0 strax á 2. mínútu og Ingi Þór Þorsteinsson breytti stöðunni í 2-0 aðeins 20 mínútum síðar. Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 57. mínútu en þar var Andri Bergmann aftur að verki. Eftir sigurinn í gær er Fjarðabyggð í 3. sæti deildarinnar með 13 stig en Reynismenn eru eins og áður segir í 10. sæti.
VF-mynd/ úr safni