Reynir í úrslit 3. deildar
Í kvöld mætir lið Reynis úr Sandgerði ÍH á Ásvöllum í 3. deild karla í knattspyrnu en um er að ræða næstsíðasta leikinn hjá liðinu í deildarkeppninni. Reynir hefur tryggt sér fyrsta sætið í B-riðli 3.deildar þrátt fyrir að eiga tvo leiki eftir en allt bendir til þess að Grótta fylgi Sandgerðingum upp úr riðlinum. Átta lið komast í úrslitakeppni deildarinnar. Mótherjar Reynis í fyrstu umferð úrslitanna verða líklega Leiknr frá Fáskrúðsfirði.
Ef Reynir spilar við Leikni verður fyrri leikur liðanna á Fáskrúðsfirði laugardaginn 24. ágúst kl. 14:00 en seinni leikurinn á Sandgerðisvelli þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:30.
Þess má geta að með Leikni leikur Björgúlfur Jónsson sem um tíma lék með Framtíðinni og æfði með Reyni og jafnframt hefur Reynismaðurinn Sveinn Guðmundsson verið viðloðandi
liði Fáskrúðsfirðinga. Náist að snúa á Austfirðingana mun Reynisliðið mæta sigurvegaranum úr viðureignum Magna frá Grenivík og KFS úr Vestmannaeyjum og fara þeir leikir fram laugardaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 3. september.
Úrslitakeppni 3. deildar er hörð og lítið má útaf bregða til að illa fari. Því er mikilvægt að Sandgerðingar allir sameinist að baki liði sínu í rimmunni og mæti á völlinn, bæði heima og að heiman.
Ef Reynir spilar við Leikni verður fyrri leikur liðanna á Fáskrúðsfirði laugardaginn 24. ágúst kl. 14:00 en seinni leikurinn á Sandgerðisvelli þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:30.
Þess má geta að með Leikni leikur Björgúlfur Jónsson sem um tíma lék með Framtíðinni og æfði með Reyni og jafnframt hefur Reynismaðurinn Sveinn Guðmundsson verið viðloðandi
liði Fáskrúðsfirðinga. Náist að snúa á Austfirðingana mun Reynisliðið mæta sigurvegaranum úr viðureignum Magna frá Grenivík og KFS úr Vestmannaeyjum og fara þeir leikir fram laugardaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 3. september.
Úrslitakeppni 3. deildar er hörð og lítið má útaf bregða til að illa fari. Því er mikilvægt að Sandgerðingar allir sameinist að baki liði sínu í rimmunni og mæti á völlinn, bæði heima og að heiman.