Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 9. nóvember 2002 kl. 17:02

Reynir heldur sigurgöngu sinni áfram

Reynir sigraði Ármann/Þrótt, 93:88, á heimavelli í gær í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn var jafn og spennandi en Reynismenn voru ekki að leika sinn besta leik. Þeir höfðu þó betur eins og áður sagði og fjórði sigur þeirra í fjórum leikjum raunin. Örvar Krisjánsson lék best í liði Reynis en hann setti niður 27 stig og Jóhannes Kristbjörnnsson var með 25 stig.Reynir eru efstir í deildinni með átta stig eftir eftir fjóra leiki en KFÍ og Ármann/Þróttur eru einnig með átta stig en hafa leikið fleirir leiki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024