Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 8. júlí 2002 kl. 13:17

Reynir gefur ekkert eftir í toppbaráttunni

Reynismenn sigruðu Deigluna 1-2 í frekar leiðinlegum knattspyrnuleik í 3. deild karla á Tungubökkum á föstudag. Reynir var sterkari aðilinn í leiknum þó svo þeir hafi ekki spilað vel. Ari Gylfason og Hafsteinn Helgason skoruðu mörk Reynis. Á sunnudag sigraði Reynir svo BÍ, 4-1, á heimavelli þar sem Pálmar Guðmundsson, Marteinn Guðjónsson(2) og Eysteinn Már Guðvarðsson skoruðu mörkin.
Sigur Reynis gegn BÍ var sanngjarn og er liðið sem fyrr á toppi B-riðils 3. deildar með 19 stig.
Fimmtudaginn 11. júlí verður síðan toppslagur þegar Reynir fer á Seltjarnarnes og leikur við Gróttu, sem er í öðru sæti riðilsins með 16 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024