Föstudagur 10. febrúar 2006 kl. 11:19
Reynir fær Stjörnuna í heimsókn
Í kvöld mætast Reynir og Stjarnan í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Reynismenn sitja á botni 1. deildar með 2 stig, 4 stigum á eftir KFÍ sem er í 9. sætinu. Síðustu forvöð eru því fyrir Reynismenn að fara hala inn stigum til þess að bjarga sér frá falli.