Reynir fær liðsauka
Reynir Sandgerði, sem í sumar hefur átt góðu gengi að fagna í 2. deild karla í knattspyru, hefur fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn. Það eru þeir Benis Krasniqi og Alexander Veigar Þórarinsson.
Benis sem er 28. ára varnarmaður kemur frá KS/Leiftri þar sem hann hefur spilað í sumar. Hann kom til HK í fyrra frá Kosovo. Þar spilaði hann fyrir Besa sem hafði verið meistari þrjú af síðustu fjórum tímabilum þar ytra. Benis hefur einnig spilað nokkra óopinbera landsleiki fyrir Kosovo. Hjá KS/Leiftri hefur hann spilað 13. leiki í sumar og skorað í þeim 7. mörk.
Alexander Veigar kemur að láni frá Fram. Hann er 21. árs sókndjarfur miðjumaður sem hefur leiki 4. leiki í úrvalsdeildinni í sumar. Í fyrra lék hann með Grindavík þar sem hann kom 17. sinnum við sögu í deildinni.
---
Mynd/reynir.is