Reynir á toppnum eftir góðan sigur
Ekkert virðist ætla að stöðva vasklega framgöngu Reynismanna í 2. deildinni en þeir tylltu sér í efsta sætið með öruggum heimasigri gegn Hugin í gær, 4-2.
Þeir Adolf Sveinsson og Guðmundur G Gíslason gerði tvö mörk hvor í leiknum, en Jeppe Ostrup og Martin Grönbæk gerðu mörk Hugins.
Adolf var atkvæðamikill hjá Reyni og lagði hann upp mörk Guðmundar í fyrri hálfleik.
Ostrup skoraði af löngu færi eftir um klukkustundarleik, en skömmu síðar skoraði Adolf úr víti eftir brotið var á honum. Grönbæk minnkaði enn muninn mínútu síðar, en Adolf rak endahnútinn á leikinn á 71. mínútu með skoti af löngu færi eftir misheppnaða sendingu markvarðar Hugins.
Á sama tíma náði Njarðvík sér í stig í dramatískum jafnteflisleik við Völsung á Húsavík.
Völsungur var með forystuna frá 4. mínútu, einum færri allan seinni hálfleikinn, þar til Guðni Erlendsson skoraði úr víti í uppbótartíma.
Heimild: Fotbolti.net
Mynd: Guðmundur Rúnar
Þeir Adolf Sveinsson og Guðmundur G Gíslason gerði tvö mörk hvor í leiknum, en Jeppe Ostrup og Martin Grönbæk gerðu mörk Hugins.
Adolf var atkvæðamikill hjá Reyni og lagði hann upp mörk Guðmundar í fyrri hálfleik.
Ostrup skoraði af löngu færi eftir um klukkustundarleik, en skömmu síðar skoraði Adolf úr víti eftir brotið var á honum. Grönbæk minnkaði enn muninn mínútu síðar, en Adolf rak endahnútinn á leikinn á 71. mínútu með skoti af löngu færi eftir misheppnaða sendingu markvarðar Hugins.
Á sama tíma náði Njarðvík sér í stig í dramatískum jafnteflisleik við Völsung á Húsavík.
Völsungur var með forystuna frá 4. mínútu, einum færri allan seinni hálfleikinn, þar til Guðni Erlendsson skoraði úr víti í uppbótartíma.
Heimild: Fotbolti.net
Mynd: Guðmundur Rúnar