Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 10. maí 2002 kl. 08:31

Reykjanesrallið hefst í kvöld

Í kvöld hefst fyrsta keppnin í íslandsmótinu í rallakstri. Eknar verða 16 sérleiðir um Suðurnesin og verður fyrsti bíll ræstur klukkan 18:30 við Esso stöðina á Hafnargötu. Í kvöld verður ekið innanbæjar, og stuðst við svokallaða bryggjuleið en hún er tilvalin fyrir fólk til að fylgjast með.Helstu breytingar í ár eru aðallega þær að einn sterkasti rallökumaður landsins Jón Ragnarsson hefur hætt keppni, en hann hefur verið að aka Subaru bifreð ásamt syni sínum Rúnari Jónssyni. Rúnar hefur fengið bróður sinn Baldur Jónsson til að aka með sér og verður fróðlegt að sjá hvernig bræðurnir aka í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024