Reykjanesmótið hefst eftir helgi
Körfuboltavertíðin er nú rétt handan við hornið en næstkomandi mánudag fer Reykjanesmótið af stað.
Leikjauppröðun hefur nú verið gefin út og hefst mótið með leik Grindavíkur og Breiðabliks. Fimmtudaginn 13. september verða svo þrír leikir þegar Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn. Njarðvík mætir Breiðablik og Grindvíkingar heimsækja Hauka. Nú er um að gera að fjölmenna á leikina enda eflaust marga sem þyrstir orðið í körfubolta.