Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reykjanesmeistarar með rjúkandi Ivey
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 09:48

Reykjanesmeistarar með rjúkandi Ivey

Njarðvíkingar urðu Reykjanesmeistarar í gærkvöldi er liðið vann sinn annan stórsigur í röð á Stjörnunni frá Garðabæ. Lokatölur leiksins voru 128-75 þar sem Jeb Ivey gerði 38 stig, gaf 11 stoðsendingar, stal 10 boltum og tók 8 fráköst en 2 fráköst til viðbótar hefðu fullkomnað tvöfalda fernu hjá Ivey.

Á meðal leikmanna Njarðvíkurliðsins í gær var enginn annar en Stefán Elías Bjarkason, fyrrum leikmaður UMFN og núverandi íþrótta- og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ. Þannig var mál með vexti að skorað var á Stefán að leika með Njarðvíkurliðinu í Reykjanesmótinu á herrakvöldi Njarðvíkur sem fram fór síðastliðið vor. Að sjálfsögðu skoraðist Stefán ekki undan en hann gerði 3 stig í leiknum í gær.

Þeir Guðmundur Jónsson og Friðrik Stefánsson léku ekki með Njarðvíkingum í gær og þrír aðrir leikmenn til viðbótar, þeir Jónas Ingason, Rúnar Erlingsson og Örvar Kristjánsson voru heima með flensu.

Næsti leikur Njarðvíkurliðsins er í Röstinni í Grindavík á miðvikudagskvöld og hefst sá leikur kl. 19:15.

VF-myndir/AMG

www.umfn.is/karfan



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024