Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjaneshöllin mun heita Nettó höllin
Samkaupsfólk og forráðamenn Njarðvíkur og Keflavíkur með Nettó-höllina í baksýn.
Fimmtudagur 16. september 2021 kl. 12:42

Reykjaneshöllin mun heita Nettó höllin

Nettó verður aðalsamstarfsaðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu og mun Reykjaneshöllin heita Nettó-höllin. Þá verða keppnisbúningar liðanna með Nettó merkinu.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaup segir að fyrirtækið hafi stutt íþróttahreyfinguna um árabil og þetta sé endurnýjun á samningi. 

Nettó og Knattspyrnufélögin hafa um árabil átt göfugt samstarf. Það er markmið Nettó að styðja við margþætt íþrótta, æskulýðs- og forvarnarstarf á landsvísu sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl. Nettó hefur undanfarin ár lagt sérstaka áherslu á styrkveitingar sem snúa að íþróttaiðkun barna og ungmenna. Núna er yngri flokka starfið að hefjast að fullum krafti aftur og verður því líf og fjör í Nettó höllinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024