Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjaneshöllin 10 ára
Miðvikudagur 17. febrúar 2010 kl. 08:22

Reykjaneshöllin 10 ára


Næstkomandi föstudag eru 10 ár liðin frá því að Reykjaneshöllin, fyrsta fjölnota húsið með yfirbyggðum knattspyrnuvelli á Íslandi, var tekin í notkun. Óhætt er að segja að með tilkomu Reykjaneshallarinnar hafi verið markað spor í knattspyrnusögu Íslands. Fljótlega eftir að Reykjaneshöllin opnaði fóru önnur bæjarfélög að huga að byggingu slíkra húsa sem eru núna níu að tölu og flest á höfuðborgarsvæðinu.

Á þessu 10 ára tímabili hafa hátt í 800 þúsund iðkendur komið í Reykjaneshöllina og
fjölmargir viðburðir hafa verið í Reykjaneshöllinni á þessum áratug. Á þessu tímabili hafa farið fram 1222 opinberir knattspyrnuleikir í deildarbikar og Faxaflóamótum. Auk þess var gerður samningur við KSÍ um afnot fyrir leiki og æfingar allra landsliða. Þar fyrir utan eru fjölmargir æfingaleikir í öllum flokkum.
Þá má geta þess að eldri borgarar nýta húsið á morgnana til göngu og frá 2001 hafa um 81 þúsund eldri borgarar nýtt sér aðstöðuna sér til heilsubótar.

Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar hér:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024