Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesbær sigrað í vinabæjarmótinu
Miðvikudagur 28. júní 2006 kl. 14:57

Reykjanesbær sigrað í vinabæjarmótinu

Krakkarnir sem syntu fyrir Reykjanesbæ í vinarbæjarmótinu í sundi stóðu sig vel í dag er þau urðu vinabæjarmeistarar. Keppendur frá Kristianssand í Noregi, Trollhattan í Svíþjóð, Hjörring í Danmörku og Kerava í Finnlandi tóku þátt í mótinu.

Keppendur og aðstandendur þeirra frá vinarbæjunum komu til Reykjanesbæjar á mánudag og halda aftur til síns heima á föstudag. Krakkarnir sem syntu fyrir Reykjanesbæ tóku þátt í AMÍ sundmótinum um helgina en höfðu engu að síður sigur í vinabæjarmótinu þrátt fyrir að smá þreyta hefði gert vart við sig eftir AMÍ.

Sundfólkið frá vinarbæjunum hefur haft nóg fyrir stafni og m.a. farið í hvalaskoðun og þá munu þau fara Reykjaneshringinn í dag og á Gullfoss og Geysi á morgun.

 

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024