Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 1. nóvember 2000 kl. 10:57

Reykjanesbær á röngu róli: Keilufólk svikið!

ÍRB meþ formann þess í fararbroddi sveik keilara rétt í þann mund sem íslandsmótið í Keilu var að hefjast. Með þessum orðum verður ekki nú um sinn rakinn ógæfuferill Keilusalarins, það mun bíða betri tíma. Leigutakinn og tryggingin sem hvarf Þegar Keilufélag Suðurnesja var skikkað til að sameinast keiludeild Keflavíkur var keilurum sagt að rekstur Keilusalarins yrði mun léttari og fyrri vandi tilheyrði fortíðinni. Hvar voru snillingarnir í ÍRB? Jú þeir sýndu sig og sönnuðu að þeir voru ekki menn til að takast á við vandann sem raun varð. Ákveðið var að rífa upp (niður) reksturinn með ráðningu rekstraraðila sem átti að sjá um reksturinn, en hvað, hvað fór úrskeiðis. Næsta skref var að ÍRB auglýsti Keilusalinn til leigu eða kaups, þrjú skrifleg tilboð bárust, samþykkt var að taka tilboði leigutaka sem við skulum kalla fyrst um sinn XX. Þegar tilboðsaðilum voru kynntir skilmálar var tíundað að viðkomandi yrði að leggja fram tryggingu fyrir leigu þrjá mánuði fram í tímann. Gott og vel, hvar er sú trygging og hvers vegna var ekki gengið eftir henni í stað þess að hlaða upp húsaleiguskuldum og öðrum kostnaði? Spyr sá sem ekki veit. Gleymdi að greiða leiguna Þegar í þessi óefni var komið, þá vaknaði ÍRB og datt fram úr, og það illilega. Eina úrræðið sem þeim virtist hugkvæmast var að best væri að afhenda leigusala húsnæðisins, Keflavíkurverktökum, keilubautirnar upp í húsaleiguskuld sem hafði hlaðist upp í tíð leigutakans XX því hann gleymdi að greiða leiguna. Hvers vegna var ekki boðaður fundur með keilurum fyrr en allt var komið í óefni? Keilarar vissu ekki betur en rekstur salarins væri í leigu eins og til stóð. Sýndarfundur Keilarar voru boðaðir á fund, og var vel mætt, fimm dögum frá opnun tilboða í keilubrautirnar. Þetta var eini fundur ÍRB og fulltrúa frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar varðandi stöðu keilusalarins og keilara í Reykjanesbæ, fundur þessi var svona nokkurs konar sýndarfundur til þess að segjast hafa gert eitthvað. Reykjanesbær á réttu (röngu) róli, bæjarfélagið lagði eina milljón króna á ári sl. 2 ár til reksturs salarins, góðir! Vitað er að Keilufélag Akranes fær afnot af húsnæði með rafmagni og hita sér að kostnaðarlausu. Þess má geta að Keilufélag Akranes hefur nú þegar keypt keilubrautirnar fyrir minni pening en sem svaraði styrk Reykjanesbæjar til körfuboltans fyrir einn leik erlendis á sl. ári. Íþróttagreinum mismunað Hvað leggur bæjarfélagið í körfubolta og fótbolta? Er það satt að það sé um 3 milljónir á mánuði bara í fótboltann svo maður tali ekki um einnota fótboltabraggann. Keilarar hafa frá upphafi þessarar íþróttar þurft að greiða sjálfir fyrir æfingar og keppni í Íslandsmótum á meðan sumar íþróttir eru með launaða meðlimi innan sinna raða. Hvers eigum við keilarar að gjalda Ólafur formaður? Við bendum þér á að æskilegt hefði verið að spyrja fyrst áður en skotið var, í stað þess að skjóta fyrst og spyrja svo, því nú eru aðeins 2 keilulið eftir í Íslandsmótinu í stað 6 í fyrra og 11 þar áður. Keilarar, fjölmennið í braggann Bæjarstjórn bara fyrir fótbolta og körfubolta, jú vissulega er gaman aþ þessum greinum en við viljum sjá að ekki sé mismunað í íþróttamálum okkar bæjarfélags og segjum þess vegna að bæjarfulltrúar okkar, ef kalla skal, eru á röngu róli og því getulitlir. Hæ,hæ keilarar, var ekki byggt fjölnota íþróttahús, eða svo var okkur sagt. Við hljótum að rúmast þar inni eða var þetta bara einnota braggi fyrir fótboltann? Ingiber Óskarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024