Reykjanesbæjarrimma í Sláturhúsinu
Leikmenn Njarðvíkur og Keflavíkur munu berast á banaspjót í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðin mætast í Sláturhúsinu. Leikurinn hefst kl. 19:15 Lokaspretturinn í deilarkeppninni er framundan og stigin tvö sem eru í boði eru báðum liðum dýrmæt fyrir framhaldið. Njarðvíkingar stefna að deildarmeistaratitlinum en Keflvíkingar freista þess að ná heimavallarréttindum í úrslitakeppninni.
Þeir Sverrir Þór Sverrisson og Halldór Karlsson hafa báðir afrekað það að leika með Njarðvík og Keflavík sem setur þá í nokkurn sérflokk en það eru ekki margir leikmenn í körfunni sem hafa reimað á sig skóna með báðum þessum liðum. Víkurfréttir tóku púlsinn á Sverri og Halldóri fyrir leik og eiga þeir báðir von á miklum bardaga í Sláturhúsinu.
,,Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum, það er góð stemmning í hópnum hjá okkur og við höfum verið á fljúgandi siglingu að undanförnu og erum ekkert að fara að hægja á okkur,” sagði Halldór. ,,Ég á von á því að Keflvíkingar mæti snaróðir í leikinn því þeim hefur gengið illa að undanförnu og þeir verða að vinna þenna leik ef þeir ætla að klifra eitthvað upp töfluna. Ef við spilum okkar leik þá vinnum við á morgun,” sagði Halldór.
Keflvíkingar hafa verið að æfa með nýjum Bandaríkjamanni að nafni Tony Harris og segir Sverrir Þór að Tony lofi góðu. ,,Hann er mjög góður leikmaður og það er búið að vera mikill kraftur hjá okkur á æfingum upp á síðkastið enda menn ósáttir við spilamennsku liðsins það sem af er mótinu,” sagði Sverrir. ,,Við erum allir á þeirri skoðun að fara og snúa við blaðinu og við byrjum á því á morgun. Njarðvíkingar eru búnir að vera besta liðið í vetur og því fáum við alvöru prófraun á morgun og höfum fulla trú á því sem við erum að
Síðast þegar liðin áttust við í deildinni höfðu Njarðvíkingar nokkuð auðveldan sigur 86-72 í Ljónagryfjunni. Leikurinn í kvöld er