Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesbæjarliðin töpuðu bæði
Úr viðureign Njarðvíkur og Leiknis R. í Njarðvík í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 25. júlí 2019 kl. 22:10

Reykjanesbæjarliðin töpuðu bæði

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Leikni R. með tveimur mörkum gegn engu í Njarðvík í kvöld þegar liðin áttust við í Inkasso-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk leiknis, það fyrra úr víti á 15. mínútu og innsiglaði svo sigur gestanna á 87. mínútu með sínu öðru marki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík mætir Keflavík í næsta leik, sem verður á þriðjudaginn. Í síðustu viðureign liðanna í Inkasso-deildinni varð 0-0 jafntefli á Rafholtsvellinum. Njarðvíkinar mættu svo Keflvíkingum aftur í bikarnum nokkrum dögum síðar á Nettóvellinum og fóru þá með 1-0 sigur. Keflvíkingar eiga því harma að hefna.

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Sigurmark Aftureldingar kom á 81. mínútu.

Eftir leiki kvöldsins eru Keflvíkingar í 7. sæti með 19 stig en Njarðvíkingar eru hins vegar komnir í fallsæti. Hafa 10 stig eins og Magni. Njarðvík í 11. sæti en Magni á botninum. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 29 stig.