Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesbæjarliðin sigursæl
Sunnudagur 19. febrúar 2017 kl. 13:06

Reykjanesbæjarliðin sigursæl

Njarðvík og Keflavík með heimasigra í Domino's deildinni

Reykjanesbæjarliðin unnu góða sigra í Dominoðs deild kvenna í körfubolta í gær.

Keflvíkingar hristu af sér tapið gegn Snæfelli á dögunum og lögðu Stjörnukonur á heimavelli sínum 74:68. Um var að ræða góðan liðssigur þar sem fjórir leikmenn voru að skora yfir tíu stig margir að leggja í púkkið. Keflvíkingar eru nú komnar upp fyrir Skallagrím og dvelja í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Snæfells.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Stjarnan 74-68 (22-21, 15-16, 15-19, 22-12)

Keflavík: Ariana Moorer 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/9 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/4 fráköst.

Njarðvíkingar unnu góðan tíu stiga heimasigur á Valskonum 84:74, en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Carmen Tyson-Thomas skoraði 34 stig en aðrir leikmenn létu talsvert að sér kveða að þessu sinni. Njarðvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar og virðast vera að stinga botnliðin af.

Njarðvík-Valur 84-74 (20-22, 21-13, 23-16, 20-23)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 34/18 fráköst/5 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 14, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 14/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 12/7 stoðsendingar, María Jónsdóttir 6/5 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst.

Staða:
1       Snæfell   34
2       Keflavík    32
3       Skallagr.   32
4       Stjarnan    24
5       Valur         18
6       Njarðvík    18
7       Haukar      12
8       Grindavík    6