RÉTTUM ÚR KÚTNUM FYRIR ÁRAMÓT - SEGIR GUÐJÓN SKÚLASON
fyirliði meistara Keflvíkinga sem eru á óvanalegum „stað“ í stigatöflunniMeistararnir langt frá toppnumÍslandsmeistarar Keflavíkur hafa sjaldan verið jafnlangt frá toppnum og þessa dagana en stuðningsmenn liðsins geta huggað sig við að liðið á tvo leiki til góða og stutt úr 6. sæti á toppinn. Þeir léku á mánudag gegn Tindastól á Sauðarkróki og töpuðu 93-79 eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Guðjón Skúlason, fyrirliði, sagði villuvandræði stóru mannanna hafa sett strik í reikninginn. “Við misstum Roberts og Fannar út af auk þess sem sóknarleikurinn var ekki nægilega vel útfærður á löngum köflum. Þeir settu niður tvö erfið skot, spjaldið ofan í, beint framan við körfuna á krítískum tíma í lokin og gerðu þannig út leikinn.”Eru KR og Tindastóll að taka völdin af Suðurnesjaliðunum?„Nei,nei og við komum til með að rétta úr kútnum fyrir áramót og ná einu af fjórum efstu sætunum. Bæði KR og Tindastóll hafa leikið mjög vel það sem af er og eiga hrós skilið en mótið er ekki einu sinni hálfnað.“