Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Íþróttir

 Rendeiro tryggði Keflavík fyrsta sigurinn
Jonathan Glenn var orðinn órólegur á lokamínútunum og fagnaði vel þegar flautað var til leiksloka. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 25. maí 2024 kl. 17:57

Rendeiro tryggði Keflavík fyrsta sigurinn

Melanie Rendeiro skoraði mark Keflavíkur gegn Þrótti í fyrsta sigrinum á þessu tímabili í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þetta voru jafnframt fyrstu stig Keflavíkur á leiktíðinni.

Grindvíkingar léku við Aftureldingu í gær í Lengjudeild kvenna og þar voru það Mosfellingar sem höfðu sigur með einu marki gegn engu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Markaskorarinn Rendeiro fékk innilegt faðmlag frá Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, eftir að flautað hafði verið til leiksloka.

Keflavík - Þróttur 1:0

Talsverður vindur setti sitt mark á leikinn sem var frekar tíðindalítill framan og markalaust í hálfleik.

Í seinni hálfleik  fór aðeins að lifna yfir leiknum og á 70. leit eina mark leiksins dagsins ljós. Þá tóku Keflvíkingar hornspyrnu inn í teiginn en Þrótturum tókst ekki almennilega að hreinsa frá og boltinn endaði hjá Melanie Rendeiro sem þakkaði pent fyrir sig með nettu skoti í markið.

Keflvíkingar voru aðgangsharðir fyrir framan mark gestanna og fengu færi til að tvöfalda forystuna en það tókst ekki. Þróttarar reyndu sitt ítrasta í lokin til að jafna og pressan var töluverð á Keflavík en vörnin hélt og að lokum var það mark Rendeiro sem skildi liðin að.

Alma Rós Magnúsdóttir var ekki sátt þegar dómarinn blés ekki í flautuna eftir að varnarmaður Þróttar gaf aftur á markvörðinn sem tók boltann með höndum.

Keflavík og Þróttur höfðu vistaskipti á botni deildarinnar, Keflavík er með þrjú stig en Þróttur eitt.

Fleiri myndir Jóhanns Páls Kristbjörnssonar, ljósmyndara Víkurfrétta, eru í myndasafni neðst á síðunni.


Júlía Ruth Thasapong í baráttu við varnarmann Aftureldingar í gær. Mynd/Petra Rós Ólafsdóttir

Afturelding - Grindavík 1:0

Grindavík tapaði öðrum leik sínum í Lengjudeild kvenna á tímabilinu þegar þær grindvísku þurftu að lúta í gras fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær.

Fyrri hálfleikur var markalaus en eina mark leiksins skoraði Harpa Karen Antonsdóttir fyrir Aftureldingu á 75. mínútu.

Keflavík - Þróttur (1:0) | Besta deild kvenna 25. maí 2024