Rekstur knattspyrnudeildar í góðu jafnvægi
Tvær breytingar á aðalfundi Keflavíkur
Aðalfundur Knattspyrnudeildar var haldinn 28. janúar og var nokkuð vel mætt. Jón G. Benediktsson var einn í kjöri til formanns en tvær breytingar urðu á stjórn deildarinnar. Hjördís Baldursdóttir og Ólafur Birgir Bjarnason gengu úr stjórninni og þeir Margeir Vilhjálmsson og Kristján Jóhannsson komu inn í varastjórn í stað Hjördísar og Ólafs.
Á fundinum kom fram að rekstur Knattspyrnudeildar er í góðu jafnvægi og hefur deildin verið rekin réttu megin við núllið. Að neðan má sjá stjórn deildarinnar eins og hún er nú skipuð.
Aðalstjórn:
Formaður: Jón G. Benediktsson
Varaformaður: Hermann Helgason
Gjaldkeri: Karl Finnbogason
Ritari: Gunnar Oddsson
Meðstjórnandi: Þorleifur Björnsson Varastjórn:
Björgvin Ívar Baldursson
Ingvar Georgsson
Kristján Jóhannsson
Margeir Vilhjálmsson
Stefán Guðjónsson