Regína og Guðmundur sigra á púttmóti
Púttmót var haldið í Röstinni í dag, 24 febrúar. Eins og vanalega voru leiknar 36 holur, aðeins voru mættir 32 meðlimir. Má kannski kenna um góðu veðri, sem og þeim mörgu, sem eru á Kanarí-eyjum, en sigurvegarar voru sem hér segir:
Kvennaflokkur: tvær voru jafnar þær Vilborg Strange og Regína Guðmundsdóttir á 68 höggum og hafði Regína sigur í umspili.
1. Sæti Regína Guðmundsdóttir á 68 höggum
2. Sæti Vilborg Strange á 68 höggum
3. Sæti Guðrún Halldórsdóttir á 71 höggi
Bingóverðlaun hlaut Vilborg Strange með 7 bingó
Karlaflokkiur: Þrír voru jafnir í 3. sæti á 68 höggum, þeir Hilmar Pétursson, Hákon Þorvaldsson og Trausti S Björnsson, en vegna mistaka mótsritara fóru aðeins Hákon og Hilmar í bráðabana.
1. Sæti Guðmundur Ólafsson á 64 höggum,
2. Sæti Hólmgeir Guðmundsson á 66 höggum,
3. Sæti Hákon Þorvaldsson á 68 höggum.
Bingóverðlaun hlaut svo Guðmundur Ólafsson með 11 bingó
Verðlaun voru gefin/styrkt af Olíufélaginu hf.
Næsta mót verður 3. mars og er það mót styrkt af Lyfju
Allir eru hvattir til að mæta og eru nýjir meðlimir sérstaklega velkomnir.
Mynd úr safni VF