Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ray Anthony tekur við kvennaliði Grindavíkur
Mánudagur 13. nóvember 2017 kl. 10:50

Ray Anthony tekur við kvennaliði Grindavíkur

Ray Anthony Jónsson fyrrum leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík og mun hann þjálfa kvennalið Grindavíkur í Pepsi- deildinni í knattspyrnu. Honum til aðstoðar verður Nihad Hasecic.

Ray á að baki fjölda marga leiki með liði Grindavíkur og lék hann einnig með liði frá Manila í Filipseyjum ásamt því að spila með landsliði Filipseyja. Hann hefur undanfarin tvö ár þjálfað lið GG sem lét í fjórðu deildinni síðasta sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nihad Hasecic var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga á liðnu tímabili en hann hefur áður þjálfað kvenna og karlalið Sindra auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Sindra og Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kvennaráði UMFG á Facebook síðu félagsins.